20.04.2021
Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott.
13.04.2021
Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig.
09.04.2021
Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu.
08.04.2021
Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Barnavernd á tímum Covid. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.
07.04.2021
Eldur braust út í hjarta Freetown, höfuðborgar Síerra Leóne í lok síðasta mánaðar. Á svæðinu bjuggu margar af fátækustu fjölskyldum landsins og varð eldurinn til þess að allt brann til grunna á örfáum sekúndum. Þúsundir manna, þar á meðal börn, urðu heimilislaus og fjölda barna er saknað.
30.03.2021
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla í samfélaginu til að hafa það sem er börnum fyrir bestu að leiðarljósi nú sem endranær vegna Covid-19 faraldursins.Börn þurfa öðrum fremur á umhyggju, stöðugleika og öryggi að halda.
25.03.2021
Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður á Íslandi verður lokuð frá og með deginum í dag vegna hertari aðgerðum stjórnvalda. Starfsemin mun þó að sjálfsögðu halda áfram og verður hægt að ná í okkur símleiðis í síma 553-5900 eða senda tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða radgjof@barnaheill.is.
19.03.2021
Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var formlega hleypt af stokkunum í dag föstudaginn 19. mars kl. 11:30 í Sorpu á Sævarhöfða.
19.03.2021
Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát.
16.03.2021
Í febrúar gáfu Barnaheill – Save the Children á Íslandi út sögubókina Vinátta í leikskólanum. Í bókinni er þeim Friðriki og Katrínu fylgt eftir einn skóladag. Þeim finnst gaman í leikskólanum. Þar eiga þau marga góða vini, skemmta sér og læra eitthvað nýtt á hverjum degi.