27.03.2018
Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl næstkomandi.
26.03.2018
Fyrir tæpum þrjátíu árum var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn á að tryggja börnum heims öryggi og vernd, góð lífsskilyrði og tækifæri. Sáttmálinn á jafnframt að tryggja börnum sérstök réttindi umfram þá fullorðnu, ekki síst þar sem börn eru berskjaldaðri en þeir fullorðnu og mikilvægt að búa þeim sem best umhverfi til að þroskast.
23.03.2018
Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum um hádegisbil í dag, 23. mars í Sorpu á Sævarhöfða. Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður afhenti fyrstu hjólin í söfnunina og hvatti þannig aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjólum sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau. Þau Elsa Margrét Þórðardóttir og Bjartur Bóas Hinriksson, bæði á tíunda ári, tóku við fyrstu hjólunum.
20.03.2018
Fyrir stuttu afhentu F&F og Hagkaup Barnaheillum – Save the Children á Íslandi styrk í tengslum við fjáröflunarátakið Jólapeysuna til stuðnings verkefna samtakanna í þágu sýrlenskra barna. Verslanirnar lögðu fjáröflunarátakinu lið með því að gefa 10% af söluandvirði jólapeysa til átaksins. Upphæð styrksins, sem rennur óskipt til verkefnisins, nam 834.413 krónum.
19.03.2018
Í dag gerðust átta þingmenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi talsmenn barna. Þeir undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi.
19.03.2018
Þann 15. mars sl. voru sjö ár frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Tala látinna og slasaðra í stríðinu í Sýrlandi hækkað um nærri 50% frá því sett voru á svo kölluð „vopnahléssvæði“. Nýjustu tölur sýna að hryllingurinn í Sýrlandi heldur áfram. Það hefur algerlega mistektist að skipuleggja svæði þar sem vopnahlé heldur.
14.03.2018
Námstefna um Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti, sem haldin var í gær, gekk í alla staði mjög vel. Um 150 þátttakendur hlýddu á áhugaverð erindi og kynningar og tóku þátt í umræðum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp en hann er verndari Vináttu.
12.03.2018
Vegna námstefnu um Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti verður skrifstofa samtakanna að Háaleitisbraut 13 lokuð þriðjudaginn 13. mars.
08.03.2018
Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku.
28.02.2018
Þann 23. febrúar veitti velferðarráðuneytið Barnaheillum – Save the Children á Íslandi styrk til verkefna samtakanna á sviði velferðar- og félagsmála. Og 26. febrúar hlutu samtökin styrk frá velferðarráði Reykjavíkurborgar til verkefna á sviði velferðarmála.