Fréttir Barnaheilla

Nýr framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna

Stjórn Save the Children International tilkynnti í júlí síðastliðnum að Inger Ashing hefði verið ráðin framkvæmdastjóri samtakanna eftir að Helle Thorning-Schmidt lét af störfum í júní.

Réttur barna til lífs og þroska

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári fjalla Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi um ákveðnar greinar Barnasáttmálans mánaðarlega og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga. Grein júnímánaðar fjallar um 6. greinina, þ.e. rétt barna til lífs og þroska.

Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofa Barnaheilla verður lokuð vegna sumarleyfa frá 2. júlí til og með 5. ágúst. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar opnuð

Í gær opnuðu Barnaheill nýja og endurbætta tilkynningarsíðu Ábendingalínunnar á vef Barnaheilla. Hún er sniðin að ólíkum aldurshópum meðal annars í þeim tilgangi að auðvelda börnum að senda tilkynningu í gegnum Ábendingalínuna.

Við erum flutt í Fákafen 9

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa flutt starfsemi sína í Fákafen 9, 2. hæð.

Blað Barnaheilla 2019 er komið út

Blað Barnaheilla kom út í gær stútfullt af fróðleik og fréttum af starfi samtakanna.

Verndum börn – forvarnir hefjast heima

Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga.

Réttur barna til vinnuverndar

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári fjalla Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi um ákveðnar greinar Barnasáttmálans mánaðarlega og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga. Grein maímánaðar fjallar um 32. grein Barnasáttmálans, þ.e. rétt barna til vinnuverndar.

Yfir 250 milljónir barna hafa það betra í dag en fyrir 20 árum

En eitt af hverjum fjórum börnum er þó enn svipt réttinum til öruggrar og heilbrigðrar bernsku, þar sem börn sem búa á átakasvæðum eða eru á flótta eru verst sett. Í það minnsta 280 milljónir barna hafa betri möguleika á að vaxa úr grasi heilbrigð, menntuð og örugg nú en nokkru sinni áður á síðustu tveimur áratugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, Changing Lives in our Lifetime – Global Childhood Report 2019.

Átakið Stöðvum stríð gegn börnum hófst formlega í dag

Í dag, 16. maí, tóku börn um allan heim þátt í ákalli Barnaheilla – Save the Children um að stöðva stríð gegn börnum. En 420 milljónir barna í heiminum búa á svæðum þar sem átök geisa. Dagurinn markar upphaf átaksins STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM (STOP THE WAR ON CHILDREN) sem er í tilefni af 100 ára afmæli Barnaheilla – Save the Children.