Fréttir Barnaheilla

Út að borða fyrir börnin hefst á morgun

Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða, hefst á morgun. Alls styðja 32 veitingastaðir átakið á 102 stöðum víða um land með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer nú fram í níunda sinn og stendur yfir frá 15. febrúar til 15. mars.

Það sem er barninu fyrir bestu

Margir þekkja meginreglu Barnasáttmálans, 3. gr., um það sem er barninu fyrir bestu. En hvað þýðir hún nákvæmlega? Hvað fest í þessari grunnreglu í málefnum barna? Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári hefur verið ákveðið að gera nokkrum greinum hans hærra undir höfði og útskýra nánar inntak þeirra.

Eitt af hverjum tíu börnun í Jemen hrakið að heiman vegna stríðs og ofbeldis

Í dag sendu Barnaheill – Save the Children frá sér fréttatilkynningu um ástandið í Jemen. Hálf milljón barna hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka í Hodeidah síðustu sex mánuði.

Útgáfugleði Vináttu fyrir börn þriggja ára og yngri

Í dag var kátt á hjalla í leiskólanum Fífuborg þar sem Barnaheill kynntu nýtt efni í Vináttu, forvarnaverkefni gegn einelti fyrir leik- og grunnskóla.

Jákvæð samskipti í starfi með börnum

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 23. janúar næstkomandi kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Fundarefnið er JÁKVÆÐ SAMSKIPTI Í STARFI MEÐ BÖRNUM – SAMFÉLAG VIRÐINGAR OG ÁBYRGÐAR.

Slökkvistarf eða forvarnir gegn einelti?

Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, fjallar um forvarnir gegn einelti og greinir frá áherslum í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti fyrir leik- og grunnskóla. Þar er sjónum beint að því að efla samskiptahæfni og tilfinningaþroska nemenda.

„Öll stríð eru háð gegn börnum“

Barnaheill – Save the Children fagna nýarsávarpi páfa þar sem hann biður börnum sem búa við stríðsástand vægðar. Eglantyne Jebb, stofnandi Barnaheilla – Save the Children, sagði fyrir hundrað árum: „Öll stríð, hvort sem þau eru réttmæt eða ekki, töpuð eða unnin, eru háð gegn börnum.“

Gleðilega hátíð

Starfsfólk og stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samskipti og stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá og með 21. desember. Við opnum aftur miðvikudaginn 2. janúar klukkan 10.

28 milljóna króna framlag Barnaheilla til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi

Í byrjun vikunnar veittu Barnaheill – Save the Children á Íslandi rúmlega 28 milljónum króna til alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children International til stuðnings sýrlenskum börnum og fjölskyldum þeirra innan landamæra Sýrlands og í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum.

Barnaheill – Save the Children fagna sögulegum alþjóðlegum samningi um flóttamenn

Barnaheill – Save the Children fagna því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær alþjóðlegan samning um flóttamenn.