Fréttir Barnaheilla

Réttindaráð Hagaskóla hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla 2019

Viðurkenning Barnaheilla var veitt í 18. sinn í dag 20. nóvember á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna - Barnaheill skora á skólastjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum að hafa nemendaþing í skólum.

Jólakort Barnaheilla 2019 er komið út

Jólakort Barnaheilla 2019 er komið út. Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði kortið sem í ár er tileinkað börnum er búa við stríð. 

Áskorun til utanríkisráðherra um að beita sér í baráttunni um að stöðva stríð gegn börnum

Fulltrúar Barnaheilla afhentu Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra áskorun um að stöðva stríð gegn börnum. Jafnframt var biðlað til hans að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að stöðva stríð gegn börnum og sjá til þess að Ísland verði í fararbroddi í slíkri vinnu.

Börn á flótta við óviðunandi aðstæður

Yfir 13.000 manns – þar af 5200 börn leita nú skjóls í skólum, tómum rafmagnslausum byggingum og á víðavangi í Al Hasakeh, Tal Tamer og Al Raqqa í Sýrlandi. Í Al Hasakeh-borg þjóna 24 skólar tilgangi bráðabirgðaskýlis fyrir 4160 manns. Ekkert vatn er til staðar í borginni vegna skemmda á vatnsbirgðastöð sem gerir það að verkum að þúsundir manna treysta á að vatn sé keyrt inn í borgina.

Barnaheill – Save the Children auka viðbúnað sinn í Sýrlandi og vara við að fjöldi barna á flótta aukist verulega

Barnaheill – Save the Children vöruðu í dag við yfirvofandi hörmungum í NorðausturSýrlandi, þar sem fjölskyldur og börn hafa nú þegar lagt á flótta frá átökunum. Samtökin auka nú neyðaraðstoð sína á svæðinu sem hefur verið samfleytt í gangi frá árinu 2014.

100 ára afmælisátaki Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hleypt af stokkunum í Smáralind

100 ára afmælisátaki Barnaheilla – Save the Children var hleypt af stokkunum í Smáralind síðastliðna helgi, þar sem tæplega 600 manns „undirrituðu“ á táknrænan hátt yfirlýsingu um að Stöðva Stríð gegn Börnum. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid riðu á vaðið með sínu handafari.

Stöðvum stríð gegn börnum 100 ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children eru 100 ára á þessu ári. Í tilefni af því blása samtökin til alþjóðlegs afmælisátaks undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“ en aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu 20 ár.

Skyldur ríkja til að gera ráðstafanir til að ákvæði Barnasáttmálans séu uppfyllt

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, nú á árinu 2019, hafa Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna tekið höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin er stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Grein ágústmánaðar fjallar um skyldur aðildarríkja Barnasáttmálans til að gera ráðstafanir svo ákvæði sáttmálans megi verða virk og uppfyllt, m.ö.o. að innleiða sáttmálann. Um þetta er fjallað í 5. almennu athugasemdum nefndarinnar.

Nýr framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna

Stjórn Save the Children International tilkynnti í júlí síðastliðnum að Inger Ashing hefði verið ráðin framkvæmdastjóri samtakanna eftir að Helle Thorning-Schmidt lét af störfum í júní.