Fréttir Barnaheilla

Námstefna um Vináttu tókst afar vel

Námstefna um Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti, sem haldin var í gær, gekk í alla staði mjög vel. Um 150 þátttakendur hlýddu á áhugaverð erindi og kynningar og tóku þátt í umræðum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp en hann er verndari Vináttu.

Skrifstofa Barnaheilla verður lokuð þriðjudaginn 13. mars

Vegna námstefnu um Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti verður skrifstofa samtakanna að Háaleitisbraut 13 lokuð þriðjudaginn 13. mars.

Viltu fræðast um Vináttu?

Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku.

Barnaheill hljóta styrki frá velferðarráðuneyti og Reykjavíkurborg

Þann 23. febrúar veitti velferðarráðuneytið Barnaheillum – Save the Children á Íslandi styrk til verkefna samtakanna á sviði velferðar- og félagsmála. Og 26. febrúar hlutu samtökin styrk frá velferðarráði Reykjavíkurborgar til verkefna á sviði velferðarmála.

Stríðið gegn börnum

Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, The War on Children, er lýst miklum áhyggjum af öryggi og velferð barna á stríðs- og átakasvæðum. Alls búa 357 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum.

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi halda aðalfund þriðjudaginn 10. apríl 2018.

Sjúk ást

Yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum-hópsins að þessu sinni er „Sjúk ást“. Fundurinn fer fram á Grand hótel miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl.8:15–10.00.

Út að borða fyrir börnin hefst í dag

Í dag, 15. febrúar, hefst fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Fjölmargir veitingastaðir leggja samtökunum lið með því að láta hlutfall af verði valinna rétta renna til starfs samtakanna sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi.

Námstefna um Vináttu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi blása til námstefnu um forvarnaverkefnið Vináttu þar sem unnið er gegn einelti í leik- og grunnskólum. Námstefnan verður þriðjudaginn 13. mars frá 9–16. Dagskrá auglýst síðar.

Viðmið fyrir foreldra

Barnaheill, umboðsmaður barna, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, Unicef og SAFT gefa út viðmið vegna umfjölunar um börn á samfélagsmiðlum á alþjóðlega netöryggisdeginum 2018.